Lýsing
Tiger Balsam er náttúrulegt hita- og kælikrem sem á rætur sínar að rekja til Kína til forna og er í dag vel þekkt um allan heim fyrir ótrúlegan lækningamátt. Kremið er 100% náttúrulegt og vinnur gríðarlega vel á bráðum líkamlegum eymslum sem og þrálátum og langvarandi verkjum. Tiger Balsam inniheldur engin kemísk efni og er unnið úr einstakri náttúrulegri jurtablöndu, sem hefur sýnt sig og sannað með aldagamalli reynslu að er traust og árangursrík. Tiger Balsam fæst bæði í hitameðferð (Red) og kælimeðferð (White) ásamt Tiger Balm Neck & Shoulder Rub em kemur í krem formi. Tiger Balsam hefur róandi áhrif á líkama og sál og er frábært við verkjum, fyrir íþróttafólk, þá sem lifa athafnasömu lífi sem og alla á heimilinu sem upplifa líkamlega verki. Veldur engu áreiti eða óþægindum á húð eða höndum.
HITAMEÐFERÐ (RED)
- HÁLS OG AXLAVERKIR
- BAKVERKIR
- LIÐVERKIR
- HAUSVERKIR
- BRJÓSTVERKIR
- VÖÐVABÓLGUR
- UPPHITUN VÖÐVA
- HARÐSPERRUR
100 ÁRA SAGA Í 100 LÖNDUM ~ Tiger Balsam er með yfir 100 ára þrautreynda og árangursíka sögu í yfir 100 mismunandi löndum:
- Frábært fyrir alla á heimilinu sem upplifa líkamlega verki
- Linar verki nánast samstundis
- Mjög áhrifaríkt í vetrarkuldanum
- Öflug lausn fyrir íþróttafólk sem og aðra sem lifa athafnasömu lífi
- Upphitun – eykur blóðrás og því virkilega gott til að mýkja upp vöðva fyrir æfingar af öllu tagi
- Vinnur gríðarlega vel á harðsperrur
Smyrslin koma í 19 gr, fallegum og handhægum krúsum
Umsagnir
Engar umsagnir komnar