Lýsing
Tiger Balsam er náttúrulegt hita- og kælikrem sem á rætur sínar að rekja til Kína til forna og er í dag vel þekkt um allan heim fyrir ótrúlegan lækningamátt. Kremið er 100% náttúrulegt og vinnur gríðarlega vel á bráðum líkamlegum eymslum sem og þrálátum og langvarandi verkjum. Tiger Balsam inniheldur engin kemísk efni og er unnið úr einstakri náttúrulegri jurtablöndu, sem hefur sýnt sig og sannað með aldagamalli reynslu að er traust og árangursrík. Tiger Balsam fæst bæði í hitameðferð (Red) og kælimeðferð (White) ásamt Tiger Balm Neck & Shoulder Rub em kemur í krem formi. Tiger Balsam hefur róandi áhrif á líkama og sál og er frábært við verkjum, fyrir íþróttafólk, þá sem lifa athafnasömu lífi sem og alla á heimilinu sem upplifa líkamlega verki. Veldur engu áreiti eða óþægindum á húð eða höndum.
Tiger Balm Neck & Shoulder Rub sefar burtu streitu og verki. Fljótvirk lausn á verk í hálsi, öxlum og vöðvabólgum
Tiger Balm Neck & shoulder Rub er byltingarkennt krem sérstaklega þróað fyrir verki í hálsi og öxlum. Kremið er fitulaust með róandi lykt og hjálpar til við að vinna á vöðvabólgu, linar verki strax auk þess að það hefur slakandi áhrif.
- Dregur úr sársauka og verkjum í öxlum og hálsi
- Vinnur strax á vöðvabólgu
- Fitulaust með þægilegri og róandilykt
- 50 gr kremtúba
Umsagnir
Engar umsagnir komnar