Lýsing
D3-vítamín hlaup fyrir börn
Bioglan D3 vítamín hlaup inniheldur 1000 IU af D3 vítamíni í hverju hlaupi. Hlaupin eru ljúffeng leið til að styðja við D3-vítamín búskap barna.
D3-vítamín er ómissandi vítamín sem verður til fyrst og fremst fyrir áhrif sólarljóssins á húðina, en húðin vinnur vítamínið úr sólarljósi. Ef við fáum ekki nægt sólarljós getur það leitt til D3-vítamínsskorts. Hér á norðurslóðum er þetta bætiefni nauðsynlegt vegna hversu lítillar sólar við njótum. D-vítamín fáum við einnig úr fæðunni, aðalega úr fiskmeti og fiskiolíu. Þar sem fiskineysla hefur farið minnkandi á vesturlöndunum er mun mikilvægara að passa upp á D3-vítamín neyslu barna okkar, skortur á D-vítamíni getur valdið beinkröm hjá börnum.
D3-vítamín stuðlar að eðlilegum vexti beina og tanna, upptöku kalks, virkni vöðva og eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. D-vítamín gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór til að byggja upp bein með því að auka upptöku kalks og fosfórs frá þörmum. D3-vítamín er nauðsynlegt beinheilsu, fyrir heilbrigt ónæmiskerfi, geðheilsu barna og á þátt í að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. vítamínskorts. Smartkids D3- vítamín eru bragðgóð vítamín-hlaup með dýrindis sítrónu bragði sem er auðveld til inntöku.
Inniheldur hvorki: hnetur, glútein né mjólkurvörur
Bragðtegund: Sítónubragði
Ráðlagður dagskammtur: Fyrir börn 3+, 1-2 hlaup á dag.
D3 Vítamín styður við:
- Heilbrigðan vöxt beina og tanna
- Eðlilega upptöku kalks
- Eðlilega virkni vöðva
- Eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
Umsagnir
Engar umsagnir komnar