Þörungar og Blaðgræna

Blaðgræna er oft nefnd lyf náttúrunnar, ferskt grænmeti hefur svo svakalega mikil græðandi áhrif. Leyndarmál alls lífs á jörðinni veltur á ákveðnu ferli sem aðeins grænar plöntur búa yfir. Þetta ferli kallast ljóstillífun.

Með því að nýta orku úr sólarljósi framleiðir grænblöðungurinn næringu. Nær allar lífverur jarðar treysta beint eða óbeint á þá orku sem verður til við ljóstillífun. Plöntur breyta koltvísýring og vatni í sykrur og súrefni með ljóstillífun. Síðan með steinefnum frá jörðinni framleiðir plantan kolvetni, fitu, prótein og vítamín.

Mataræði sem inniheldur mikið af grænu grænmeti styrkir líkamann, gerir hann basískari, sveigjanlegri, afeitraðari og styrkir ofnæmiskerfið. Margar rannsóknir staðfesta að ferskt grænmeti veitir vernd gegn of háu kólestróli, krabbameini og að það styrkir ofnæmiskerfið.

Blaðgræna er stútfull af amínósýrum, ensímum, trefjum, omega-3, omega 6, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

Marine Phytoplankton er sjávar svifþörungur sem lifað hefur í höfum um alla jörð í milljarða ára.

Nafnið er af grískum uppruna og þýðir “plöntu ferðalangur hafsins” því hann ferðast um hafið, framleiðir meira en 50% – 70% af súrefni jarðar og býr þar með til aðstæður fyrir nánast allt líf á jörðinni. Þar sem svifþörunginn er að finna þrífst alltaf líf.

Marine Phytoplankton markar upphafið í fæðukeðju hafsins þar sem lítil áturkíli sem borða svifþörunginn eru étin af stærri fiskum sem eru síðan étnir af enn stærri fiskum og alla leið uppí steypireyði sem halda góðri heilsu hátt í 150 ára aldur. Þannig má líta á Marine Phytoplankton sem eina hreinustu næringu sem fyrirfinnst á jörðinni.

Marine Phytoplankton inniheldur sérstaklega áhrifaríkar Omega 3 og 6 fitusýrur (DHA og EPA), 14 tegundir af amínósýrum og þar af 9 lífsnauðsynlegum, Vítamín A, B1, B2, B3, B5, B6, B12, C, D, E, K og 72 mismunandi steinefni. Inniheldur einnig Spirulina og Chlorella.

Spirulína er unnið úr ferskvatns blágrænþörungum og er sérstaklega næringarrík, en hún innilheldur sérstaklega mikið magn próteina, lífsnauðsynlegra fitusýra og annara næringarefna þ.á.m. B1, B2, B3, B6, B9, C, D og E vítamín. Einnig er Spirulína ríkt af kalíum, kalsíum, krómi, járni, magnesíum og zink. Þörungurinn er talin styrkja varnir líkamans gegn ýmsum bakteríum og er öflug vörn gegn flensu og kvefpestum. Vísbendingar eru um að efnið hafi jákvæð áhrif gegn ýmsum kvillum, s.s. blóðleysi, háþrýstingi, háu kólesteróli ásamt því að minnka matarlyst.

Chlorella er grænn ferksvatns þörungur sem inniheldur mikið af B-12 vítamín, lífsnauðsynlegar amónísýrur, beta karótín, járn, kalk, selen og zink. Chlorella hjálpar til við að hreinsa líkamann af eiturefnum og hreinsa lifrina. Hún er einnig talin vera bakteríudrepandi, örva brennslu, styrkja ristilflóru, lækka kólestról og vinna gegn öldrun.

Pin It on Pinterest

Share This