Ofurfæða

Ofurfæði – Superfood

Hvað er ofurfæði ?

ofurfæða er náttúruleg fæða sem inniheldur mikið magn vítamína, næringar-, stein- og andoxunarefna. Tja náttúruleg fæða erum við þá ekki bara að tala um einhvert gras? Nei nebla ekki og ekki allt grænmeti og ávextir komast í það að flokkast sem ofurfæða. Og veist hvað … með því að borða fjölbreytt úrval af ofurfæðu þá getur þú bætt almennt heilbrigði þitt alveg helling og meira að segja alveg sama hvar sem þú ert í fæðupýramídanum …

Það sem að gerir fæðu að ofurfæðu er að hún inniheldur meira magn lífsnauðsynlegra- og nauðsynlegra næringarefna en önnur fæða. Ofurfæða er hlaðin lífsnauðsynlegum bætiefnum annað en unnin matvara og einnig er ofurfæða full af nauðsynlegum bætiefnum sem gera líkamanum kleift að starfa eðlilega, svo sem vítamín, steinefni, nauðsynlegar fitusýrur og nauðsynlegar aminosýrur. Það er til alveg ótrúlega mikið af ofurfæðu og hér á eftir er aðeins stutt yfirlit yfir þessi sem sleikja toppinn.

Aðal ofurfæðan

Aloe vera

Eitt næringarríkasta grænmeti heimsins. Laufin innihalda A,C, E, Kalsínu, magnesínu, zink, selenium, krómíum, andoxunarefni, trefjar, amínósýrur og ensím.

Aloe vera getur hjálpað til við að viðhalda blóðsykrinum í jafnvægi og er mjög gott fyrir fólk með sykursýki. Hægt er að nota gelið innan úr blöðunum beint í mixerinn og nota síðan blöðin til að bera beint á húðina.

Goji ber

Hafa verið notuð í gegnum aldirnar í austurlenskum lækningum. Upprunalega voru þau ræktuð í Himalya fjöllunum en það er hægt að rækta þau hvar sem er í heiminum. Goji berin innihalda 18 mismunandi aminósýrur, þar af allar 8 lífsnauðsynlegar. 21 snefilefni og B1, B2, B6 og E vítamín. Þau innihalda 13% prótein sem er mjög sérstakt þar sem ávextir innihalda yfirleitt ekkert prótein. Þau innihalda líka meira járn en spínat. Einnig innihalda þau mikið af andoxunarefnum sem eru góð fyrir augun. Goji ber innihalda 500% meira af C vítamíni en appelsínur. Þau innihalda tvö til fjórfalt meira magn af andoxunarefni en bláber og af 8000 fæðutegundum og jurtum sem notaðar eru í austurlenskar lækningar eru Goji berin á toppnum. Þegar við eldumst framleiðum við minna og minna af vaxtarhormónum en Goji berin eru eina fæðan sem hjálpar líkamanum að framleiða meira af því svo Goji berin eru líklega heimsins besta yngingarlyf. Hægt er að borða þau ein og sér, út á salat eða setja þau í blandarann.

Noni
Ávöxtur sem kemur upphaflega frá Kyrrahafseyjum. Noni hefur aðallega verið notað við verkjum í liðamótum og

húðvandamálum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að Noni geti lækkað kólestról og hefur reynst vel í meðferðum við krabbamein, einnig hefur Noni verið notað til að auka úthald íþróttamanna.

Noni inniheldur mikið magn andoxunarefna, amino sýra, ensíma, kalíum og C vítamín, allt bætiefni sem stuðla að endurbótum fruma og viðhaldi á ónæmiskerfinu. Hægt er að fá Noni í duft eða drykkjarformi

Chia fræ
Innihalda yfir 60% Omega 3 fitusýrur. Einnig eru Chia fræin frábær próteinuppspretta og inniheldur meira prótein magn en nokkur önnur fræ- eða korntegund. Chia fræin soga í sig níufalda þyngd sína af vatni sem hjálpar mikið til við að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Chia fræin innihalda einnig mikið magn B vítamín.

Spirulina
Inniheldur meira af próteinum en nokkur önnur fæða í heiminum, inniheldur á bilinu 55-65% prótein. Spirulina inniheldur einnig mikið magn Cla og Omega 6. Cla hjálpar til við að bæla niður bólgur í líkamanum og hjálpar líkamanum að endurnýja sig. Epa og Dha eru Omega 3 fitusýrurnar sem margir fá úr feitum fiski. Omega 3 getur lækkað kólestrólið og blóðþrýstinginn og bætt blóðflæðið. Spirulina inniheldur B1, B2, B3, B6, B9, C, D og E vítamín. Einnig er það ríkt af kalíum, kalsíum, krómi, járni, magnesíum og zink. Hægt er að fá Spirulina í töflu- og duftformi.

Pin It on Pinterest

Share This