Hamingjusama kakóbaunin

Aduna Super-Cacao: Súkkulaði sem heldur hjarta þínu hamingjusömu og heilbrigðu

aduna_super-cacao_powder_vefurÞví hefur lengi verið haldið fram að hrá cacao sé ein af flottustu ofurfæðum heims og búi yfir miklum heilsubætandi eiginleikum. Það hefur reyndar aldrei verið vísindalega sannað – fyrr en nú!

Vörumerkið Aduna sem býður upp á sannkallaða ofurfæður frá Afríku er í algjöru uppáhaldi hjá okkur í Heilsuhúsinu. Næringaríku ofurfæðisduftin frá Aduna; Baobab og Moringa hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Nýjasta viðbótin við vörulínu Aduna er Super Cacao, sem er fyrsta kakó sinnar tegundar sem ber samþykkta heilsufullyrðingu fyrir heilbrigði hjarta og æðakerfisins frá Matvælastofnun Evrópu (EFSA). Það fer ekki mikið fyrir útdeilingu EFSA á heilsufullyrðingum. Í raun er Aduna Super Cacao eitt af fáum matvælum sem hafa fengið slíka heilsufullyrðingu og líklega eina cacao duftið. En … afhverju er það svona „frábært“?

Hamingjusama hjarta baunin „Happy Heart Bean

Aduna Super Cacao er unnið úr kakóbaunum frá Vestur-Afríku sem eru sérstaklega valdar vegna mikils innihalds af flavanol. Flavanols eru cacaobaunin_vefurandoxunarefni sem finna má í plönturíkinu, og hjálpar til við að viðhalda mýkt æða sem eykur þar af leiðandi blóðflæðið. Aduna Super Cacao inniheldur átta sinnum meira flavanols heldur en venjulegt kakó duft, en það er einmitt þess vegna sem kakóið frá Aduna fær sinn „ofur“ stimpil.

Tvær teskeiðar af Aduna Super Cacao á dag viðheldur og stuðlar að:

  • Auknu blóðflæði
  • Heilbrigði hjarta og æðakerfis
  • Mýkt æða og slagæða (hentar vel fyrir þá sem eiga við háan blóðþrýsting eða handa- og fótakulda að stríða)

2015121_cacao_image_vefurÞrátt fyrir þá staðreynd að hjartasjúkdómar eru ein helsta orsök dauða á heimsvísu samkvæmt The World Health Organisation, er hjartað og sérstaklega blóðflæði alls ekki alltaf það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kemur að almennri heilsu. Það eitt er sérstakt í ljósi þess að heilbrigt blóðflæði er okkur algjörlega nauðsynlegt til að halda úti heilbrigðri starfsemi allra líffæra og virkni líkamans. Blóðrásarkerfið okkar sér um að flytja lífsnauðsynleg næringarefni, vatn og súrefni til allra frumna í líkamanum í gegnum flókið net æða, slagæða og háræða sem telur samtals 60.000 kílómetra að lengd! Heilbrigt blóðflæði er afar nauðsynlegt fyrir hjartað, heilann, húð, augu, lifur, ónæmiskerfið, meltingarfærin, taugakerfið og fleiri líffæri til að halda úti eðlilegri virkni líkamans. Eins er það jafn mikilvægt fyrir frammistöðu okkar á æfingu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingu.

Ofur Cacao fyrir ofur húð

aduna_make_baobao_fam_vefurÞar sem það er stútfullt af andoxunarefnum, þá má nánast líkja Aduna Super Cacao við andoxunar-orkuver. Andoxunarefnin hjálpa til við að vernda frumurnar fyrir oxun og losa líkamann við sindurefni og viðheldur því yngra útliti og geislandi húð. Ytri þættir í umhverfinu geta haft mikil áhrif á frumurnar okkar, svo sem mengun, sígarettureykur, sólarljós og áfengi. Aduna Super Cacao er það ríkt af andoxunarefnum að það getur verndað húðina fyrir skemmdum af völdum sindurefna, og hjálpað til við að snúa við eða hægja á öldrunarferli húðarinnar. Það hefur einnig sýnt sig að það getur bætt raka húðarinnar og með því að auka blóðflæðið þá styður það við endurnýjun frumna, sem aftur á móti gefur húðinni fallegt og glóandi yfirbragð.

 

Hvernig er best að nota Aduna Super Cacao

20151216_cacao_image_vefurAduna Super Cacao hefur ótrúlega ljúffengt og ríkt súkkulaði bragð sem auðvelt er að bæta við daglegt mataræði. Það er ómótstæðilega gott að blanda því við heita mjólk til að fá hollan heitan kakóbolla (jafn bragðgott í kaldan drykk), eins er kakóið fullkomið í ýmsa sæta rétti. Í raun er hægt að nota kakóið sem heilbrigðan kost í flestar uppskriftir fyrir bakstur. Látið bara ímyndunaraflið leiða ykkur áfram, en hér koma nokkrar af uppáhalds leiðum okkar:

STRÁIÐ … á morgunkornið, jógúrtið, hafragrautinn, ávextina og ísinn
ÚTBÚIÐ … heitt súkkulaði, súkkulaðidrykki, kaffidrykki og holla sæta eftirrétti
BLANDIР … í sósur, hristing, smoothies og ís
BAKIÐ … í kökur, kex, smákökur og súkkulaði múffur

Hægt er að finna fullt af gómsætum og ljúffengum Super Cacao uppskriftum hér

Super-Cacao – Samfélagsleg áhrif

Tveir þriðju hluti alls kakó í heiminum kemur frá Vestur-Afríku. Kakóbaunirnar eru ræktaðar nánast alfarið á litlum fjölskyldusmábýlum í _aduna_comunity_vefurdreifbýli Afríku, en um 60% útflutningstekna Ghana fæst með sölu kakóbauna. það er gríðaleg velta en þrátt fyrir það eru flestir ræktendur vel undir fátæktarmörkum. Kakóbýlin og samfélögin eru yfirleitt staðsett á afskekktum svæðum og standa frammi fyrir fjölda áskorana meðal annars lítið aðgengi að menntun – þá sérstaklega fyrir konur og lélegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.  Þrátt fyrir að flest allir súkkulaði-framleiðendur fái kakóið sitt frá Vestur-Afríku, þá fer mest öll vinnslan á hrá kakóbauninni í duft eða súkkulaði nær eingöngu fram í Evrópu eða Ameríku. Þetta þýðir_nk_aduna_comunity_vefur að Afrískir bændur verða af gríðlegu tækifæri, en ef markaðurinn væri öðruvísi uppbyggður þá gætu þeir sjálfir fullunnið kakóbaunirnar í duft og notið góðs af auknum tekjum og atvinnu.  Aduna vinnur einmitt þannig, þ.e. náið án milliliða með litlum kakó-framleiðendum í Ghana þar sem sérvaldar kakóbaunir eru fullunnar á staðnum svo úr verði til Aduna Super Cacao duft. Aduna er „Fair trade“ fyrirtæki og þannig tryggja þeir að verðmæti afurðarinnar verði eftir í samfélaginu.  Að hún hafi svona jákvæð áhrif og heilsubætandi ávinning, þá er engin furða að hún sé nefnd hamingjusama hjarta baunin eða „The Happy Heart Bean“.

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This